Greinasafn | september 2012

Nú eru vondir varúlfar á sveimi.


Nú er illt í efni.  Ekkert að blogga um og engin andagift.   Pólitíkin nokkuð „skemmtileg“ þessa dagana og margt að ske í þeim málum …Jóhanna búin að tilkynna hvenær hún hættir og það kom ekki mjög á óvart.  Og nú er að finna eftirmann.

Ég spái aðallega í því af hverju svona margir þingmenn eru að hætta auk hennar.   Eru þau að flýja sökkvandi skip?    Eða finnst þeim ekkert gaman lengur að þrasa á þingi…og láta kalla sig öllum illum nöfnum, innan þings og utan?

Í vetur munu margir gera upp hug sinn hvort þeir kæra sig um að veita því fólki sem nú situr á þingi áframhaldandi vinnu.  Eða veðja á aðra.    Ég er í því að fylgjast gaumgæfilega með bæði núverandi þingmönnum og eins þeim nýju sem munu bjóða sig fram.

Annars er ég bara að dúlla við mitt ebay selling og læt eins og veröldin standi og falli með því að ég mála myndir til að setja á uppboð á þeim vef.

Nenni satt að segja ekki að skrifa mikið meira,  og set punktinn því hér.

Þessi færsla var birt þann september 30, 2012. Skrá ummæli

Steikt lifur


aslaugbenediktsdottir


Steikt lifur með steiktum lauk í miklu magni er algerlega uppáhaldsmaturinn minn á haustin, þegar hægt er að fá nýja lifur sem ekki hefur verið fryst.
Um leið og búið er að frysta lifur er hún að mínu áliti óhæf í rétt haustsins,.sem er: Steikt lifur með lauk.   Fáein grundvallaratriði er nauðsynlegt að hafa í heiðri við matreiðslu á þessum gourmet rétti.
Í fyrsta lagi að ofelda ekki lifrina.   Hún á að vera snöggsteikt í litlum bitum eða þunnum sneiðum, örlítið bleik hið innra,til að njóta sín til fulls.
Það er rétt að skera vel frá allar æðar sem eru í henni, og sömuleiðis fletta himnunni utan af. En til þess er fínt að láta hana liggja í salt og ediksvatni nokkra tíma.
Svo finnst mér ómissandi að krydda með blóðbergi/ timian salt og hvítum pipar.   Sömuleiðis er mikið magn af lauk steikt og ekki sett útí…

View original post 94 fleiri orð

Þessi færsla var birt þann september 21, 2012. Skrá ummæli

Steikt lifurSteikt lifur með steiktum lauk í miklu magni er algerlega uppáhaldsmaturinn minn á haustin, þegar hægt er að fá nýja lifur sem ekki hefur verið fryst.
Um leið og búið er að frysta lifur er hún að mínu áliti óhæf í rétt haustsins,.sem er: Steikt lifur með lauk.   Fáein grundvallaratriði er nauðsynlegt að hafa í heiðri við matreiðslu á þessum gourmet rétti.
Í fyrsta lagi að ofelda ekki lifrina.   Hún á að vera snöggsteikt í litlum bitum eða þunnum sneiðum, örlítið bleik hið innra,til að njóta sín til fulls.
Það er rétt að skera vel frá allar æðar sem eru í henni, og sömuleiðis fletta himnunni utan af. En til þess er fínt að láta hana liggja í salt og ediksvatni nokkra tíma.
Svo finnst mér ómissandi að krydda með blóðbergi/ timian salt og hvítum pipar.   Sömuleiðis er mikið magn af lauk steikt og ekki sett útí sósuna, sem þarf að vera rjómasósa.
Þegar þessum atriðum er fylgt, þá er minn eftirlætishaustmatur vel á veg kominn.
Svo er spurningin um kartöflumús eða ekki,rabbabarasultu eða ekki,og allskonar krydd annað en blóðberg/timian salt og pipar byggð á kenjum kokksins hverju sinni.
Eitt er það sem er að bætast á listann hjá mér yfir grundvallarskilyrði fyrir vel heppnaðri steiktri lambalifur og það er að setja hunang út á laukinn u.þ.b. sem hann er að verða nægilega hægsteiktur.

Hversvegna er ég nú að skrifa þetta?    Jú,  þennan mat ætla ég að elda í kvöld:)

Meiri matarmenning.


Hefurðu borðað súrsuð kýrjúgur?  Eða hræring með súru slátri?  Ætli þetta sé algengur matur hjá fólki í dag?    Þetta var oft og jafnvel daglega á borðum sumstaðar a.m.k. þar sem ég var í sveit á æskuárum.

Ef einhvern langar að prófa hræringinn þá er hér uppskrift að honum:

Maður tekur kaldan afganginn af hafragraut síðan í gær,(eða eldar nýjan) og hrærir saman við skyr í hlutföllunum meiri hafragrautur, minna skyr.  Þetta þótti hollur matur áður fyrr…Sennilega hefur þetta verið allra meina bót  samkvæmt lögmálinu um að  allt sem er hollt er vont og allt sem er óhollt er gott

Sérlega þótti hræringurinn góður ef haft var með honum gallsúrt slátur.   Það var toppurinn.

Slátrið var dregið upp úr sýrutunnu þar sem það flaut innan um lundabagga, soðin kýrjúgur og hrútspunga.

Þetta þótti sumum kræsingar, og þykir enn.   Allavega hrútspungarnir.

Súrsuð kýrjúgur eru þannig tilbúin að þú tekur kýrjúgur og skerð það í hæfilega bita.  Lætur það síðan liggja í köldu vatni einhverja klukkutíma til að skola burt mjólkinni sem í því kann að vera.  Svo er þetta sett í pott vatni hellt yfir,saltað og soðið vel og lengi.  Látið kólna og sett í súr þar sem það er látið sýrast langa hríð innan um annað súrmeti.Image

Má ég þá heldur biðja um góðan fisk.

Here I go again! Og velti vöngum.


Halló Here I go again!  Og reyni að skrifa eitthvað áhugavert.  Og finna út hvernig þetta virkar raunverulega.

En svo er líka að ég er bara að þessu fyrir sjálfa mig og þessi skrif mega auðvitað bera þess merki.

Í gær var ég að hugsa um matarmenninguna í sveitum landsins og bera saman við hvernig matarmenningin var í sjávarþorpinu sem ég ólst upp í.

Í barnæsku minni finnst mér að hafi  eiginlega alltaf verið fiskur í matinn heima hjá mér.  Fisktegundirnar voru: Þorskur og Ýsa auðvitað en einnig Lúða , Steinbítur, Rauðmagi og Grásleppa, Skata, Rauðspretta, Síld, Lax og Silungur.  Og grautur á eftir…allskonar grautur eða skyr.    Á sunnudögum var svo steikt læri eða kótilettur í raspi og eplagrautur eða sveskjugrautur með rjómablandi útá.

Alltaf var aðalmáltíðin í hádeginu.  Og við krakkarnir sátum nokkuð stillt og prúð, snæddum algjöran sælkeramat meðan útvarpsfréttirnar  voru þrumaðar yfir okkur.    Þar sem mér finnst að aðalfréttirnar hafi verið aflafréttir togaranna,  hvað þeir seldu mikið í Bremer..Cuxhaven Hull og út um allt bara…. og lestur veðurfrétta sem manni fannst aldrei ætla að taka enda.

Og svo glumdi yfir manni úr útvarpinu:  “ Haaaamraaaborrrginnh rís há og fööghurr….Og mennirr á ástir og álfasögurrh“……

Eða þetta hér: “ Í vor kom ég sunnan með sólskin í hjarta… Hún seiddi mig dýrðin á landinu bjarta“….Þetta er söngur villiandarinnar, svo sorglegur að mér lá við gráti þegar ég hlustaði á hann:    „En dag nokkurn glumdi við gjallandi seiður….það glampaði eldur…. ég flúði mitt hreiður….og bóndi minn dó….þá var brostin mín ró…..  Ó, flýið þið börn mín ….til framandi landa… með fögnuði leitið þið öruggra stranda…..Svo hvarf hún mér sýn….ljúfust hamingjan mín.“   Og rödd söngvarans titraði af .sorg eins og hjarta mitt….

I denn var dramað heimatilbúið hvern einasta dag.

Þessi færsla var birt þann september 14, 2012. Skrá ummæli

Vangavelta5 um þingsetninguna.


Þá er alþingi komið saman.  Eggjum og drasli var ekki kastað að þingmönnum að þessu sinni sem betur fer. Í fyrra rann manni kalt vatn milli skinns og hörunds við að fylgjast með þegar skrílslætin voru á Austurvelli og draslinu rigndi yfir þingmenn þegar þau voru að fara úr Dómkirkjunni yfir í Alþingishúsið.
Í ár rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds við að hlusta á boðskapinn í ræðunni sem Ólafur forseti flutti.  Þar sem hann hótaði að skipta sér af störfum Alþingis í auknum mæli, ef þau væru ekki að hans skapi!   Ólafur góði á Bessastöðum ætlar að bjarga okkur „þjóðinni“ frá vondu þingmönnunum sem við kusum yfir okkur.   Hann sagðist hafa skynjað eitthvað í samtölum sínum við „þjóðina.“   Það virðist vera að myndast djúp gjá á milli þingsins og forseta landsins.   Mér fannst ræðan sem Ragnheiður Ásta forseti Alþingis flutti vera miklu betri en ræða Ólafs forseta Íslands.   Og sjalið sem hún var með vera agalega sætt.
Að lokum ein lítil mynd af fjalldalafífli!.

Vangavelta4 – Pólitík og nýbakað brauð


Nú er hinn pólitíski slagur á alþingi að hefjast í þessari viku.   Á morgun reyndar held ég bara. Þá verður hægt að hlusta aftur á hálftíma hálfvitanna. Og fylgjast með þeim fjasa og flissa í ræðustól alþingis. Þau munu kalla þetta kosningavetur og reyna að fleipra sem mest og tefja þingstörfin eins og þau geta til að koma  sinni sérhagsmunapólitík að .

Og svo verður kosning þann 20.Okt. Um tillögur um nýja stjórnarskrá.  Ég mun að sjálfsögðu taka þátt.   Ekkert mun breyta því.

Svo ég snúi mér að nýbakaða brauðinu,sem ég var að baka í morgun.  það tókst bara stórvel.   Í það var sett ýmislegt nýstárlegt eins og t.d. bláber sem voru til í frystinum síðan í fyrra og þurrkuð trönuber. Hvortveggja var gott.

Vangavelta3


Nú er kominn þriðji dagur í bloggi!!!  Og ég er nú ekki viss um að ég endist til að vera að tjá mig eitthvað á tölvuna hvern einasta dag.   En hér er ég komin og halla undir flatt.

Það er nú reyndar raunin  að ég hef verið að halla mikið undir flatt í morgun.  Ástæðan er sú að ég er að MÁLA með akrýllitum.  Sem ég geri nú ekki oft.  Svo réðst á mig geitungsfantur rétt í þessu og mér brá svo að ég hrópaði á hjálp!  Þessi suðandi óbermi eru alltaf svo leiðinleg og frek.  Núna er geitungurinn í eldhúsinu og suðar þar í kringum hunang og appelsínur.  Vonandi flögrar hann suðandi út um gluggann og beint í netið hjá risastórri kónguló sem þar bíður eftr honum í sterku neti sínu.

En nú set ég inn mynd og fer aftur að MÁLA með akrýlnum.

Vangavelta2


Ég var búin að skrifa heimikla speki fyrr í morgun en klaufaðist til að týna því öllu í tómið þagar ég fór að reyna að setja inn mynd líka.
Ekki nenni ég að reyna að endurtaka þessi fleygu orð sem eru því að eilífu horfin í bláinn. En það verður gerð önnur tilraun með myndbirtinguna.  Mynd af árangri í sultugerð og hausthátíð húsamúsanna.Jesusss!  Þetta tókst.  Að setja inn  mynd á bloggið mitt.  Það var ekki mikið mál þegar …..