Greinasafn merkja | ræðustóll,

Vangavelta4 – Pólitík og nýbakað brauð


Nú er hinn pólitíski slagur á alþingi að hefjast í þessari viku.   Á morgun reyndar held ég bara. Þá verður hægt að hlusta aftur á hálftíma hálfvitanna. Og fylgjast með þeim fjasa og flissa í ræðustól alþingis. Þau munu kalla þetta kosningavetur og reyna að fleipra sem mest og tefja þingstörfin eins og þau geta til að koma  sinni sérhagsmunapólitík að .

Og svo verður kosning þann 20.Okt. Um tillögur um nýja stjórnarskrá.  Ég mun að sjálfsögðu taka þátt.   Ekkert mun breyta því.

Svo ég snúi mér að nýbakaða brauðinu,sem ég var að baka í morgun.  það tókst bara stórvel.   Í það var sett ýmislegt nýstárlegt eins og t.d. bláber sem voru til í frystinum síðan í fyrra og þurrkuð trönuber. Hvortveggja var gott.