Greinasafn | apríl 2013

Hægeldaða lambalærið


Í síðustu færslu minntist ég á hægeldað lambalæri og lét eins og ég væri alltaf að elda svoleiðis mat.

Það er nú ekki þannig.

En ég var búin að sjá þessari matreiðsluaðferð lýst á blogginu hér og þar, og árangurinn sagður frábær. Svo ég var orðin forvitin og vildi prófa. Og mæli algjörlega með þessari matreiðsluaðferð.

Í stuttu máli er aðferðin sem ég notaði þessi: Kona (eða maður) tekur ófrosið lambalæri á fimmtudegi og snyrtir að vild makar á það olíu sem í er saxaður hvítlaukur (ekki nein ósköp), hvítur pipar,sjávarsalt frá Reykjanesi, góður slatti af þurrkuðu Timian og smá soya sósa.

Í þetta sinn gerði ég svona krydddblöndu en næst geri ég vafalaust eitthvað svolítið öðruvísi. Hvað sem því líður þá vafði ég nú álpappír utanum lærið og geymdi það í ísskápnum til laugardagsins.

Þá var það tekið og sett í ofnskúffuna með álpappírnum utanum. Vatni hellt í skúffuna og ofninn stilltur á 100c og kl 13¨¨ var lærið sett í ofninn og látið vera til kl. 18¨¨en þá er mælt með því að kveikja á grillinu smástund. Hinsvegar lét ég nægja að hækka hitann í svona 150 taka álpappírinn utanaf til að fá góða steikarskorpu í svona 15-20 mín.

Þetta var verlega vel heppnað og var það samdóma álit matargesta.

Næst ætla ég að ptófa minni hita ,lengri tíma og grill í lokin!

Kannski bæta bláberjalyngi og birkilaufum við en sleppa hvítlauk og tinian.

IMG_5903