Greinasafn | mars 2013

New post added…o.s.frv.


par

Var eldsnemma á fótum og skellti í nokkrar myndir í morgun!

Kannski ofurgrobb hjá mér, en hva…það er svo gaman að grobba ég væri nú ekki sannur íslendingur annars.

En smávegis skellti ég nú af lit á myndir sem eru í vinnslu hjá mér .

Meðfylgjandi er ein sem ég er að bauka við og veit sossum ekkert hvað úr verður.

Þessi er mjög breytt í Corel Painter eins og hún birtist hér. Inní vinnustofu er hún miklu meira svona daufleg…. mestöll brún.

Þetta myndefni minnir mig á pabba minn…..Hann var hrifinn af þjóðsögum og æfintýrum, og það er einmitt sá tónn sem ég vildi slá.

Nú er ég komin heim aftur , búin að þvo terpentínuna af höndunum …og setja lambalæri í ofninn …þar skal það hægeldað að gömlum og góðum íslenskum sið til kl. 18.

Kvöldverðargestir ættu að vera búnir að skila sér í hús um sjöleytið í kvöld.

Ég hlakka til.

Í fréttum af vinnustofunni er þetta helst


IMG_6364

Takmarkið hjá mér er að mála fullt af nýjum myndum og birti ég hér part ( ca. 1/5 ) af einni pínulítilli mynd sem ég hef lokið við!

Það eru reyndar fleiri og stærri myndir fullgerðar hjá mér. Og stefnan er svo að bjóða fólki í heimsókn til að skoða.

Það er einhvern veginn þannig að ég er búin að mála svo margar miniature myndir í vatnslit að ég er treg til að vera að mála á mjög stóra fleka.

En þetta eru nú ekki allt smámyndir samt.

Skæri fjólublái liturinn sem ég keypti mér um það leyti sem ég hófst handa við að mála í vinnustofunni minni nýju er ennþá í miklu uppáhaldi hjá mér og ég blanda honum saman við aðra liti æði oft. Þetta er alveg yndislegur litur og fullkominn ánægja sem fylgir því að kreista hann úr túpunni.

En ég hef bætt fleiri nýjum litum inní litaflóruna hjá mér og er sérstaklega hrifin af einum þeirra,

Bæði fjólubláa litinn og 2 af þessum nýju má sjá í myndinni sem fylgir þessu bloggi.

Eftir miklar vangaveltur um það hvað ég eigi að vera að skrifa um hér á blogginu, þá ég er komin að þeirri niðurstöðu að skrifa voðalega sjaldan og hafa þetta svona myndlistarblogg.

Ég er hvort sem er svo sjálfhverf í eðli mínu.

Alltaf að mála með bláu og brúnu!


Alltaf að mála með bláu og brúnu

Ég er alltaf að mála með bláu og brúnu og set svona smá dass af rauðu hér og hvar.

Þetta sést á þessari mynd af hauskúpum sem ég nota til að þurrka af penslunum áður en ég þríf þá með terpentínu að loknu verki dagsins.

Það eru þónokkur verk í vinnslu hjá mér á vinnustofunni í Auðbrekku 6

Samt er ég ekkert með vatnslitina mína á lofti aðeins olíulitina.

Ég keypti mér fokdýran lit sem ég hef ekki notað áður og er ennþá alveg heilluð af honum.

Sá litur er hvorki blár eða brúnn heldur einhvrnveginn fjólublár.

Og blandast svo vel inní uppáhaldslitina mína.