Greinasafn merkja | akryl.málageitungur

Vangavelta3


Nú er kominn þriðji dagur í bloggi!!!  Og ég er nú ekki viss um að ég endist til að vera að tjá mig eitthvað á tölvuna hvern einasta dag.   En hér er ég komin og halla undir flatt.

Það er nú reyndar raunin  að ég hef verið að halla mikið undir flatt í morgun.  Ástæðan er sú að ég er að MÁLA með akrýllitum.  Sem ég geri nú ekki oft.  Svo réðst á mig geitungsfantur rétt í þessu og mér brá svo að ég hrópaði á hjálp!  Þessi suðandi óbermi eru alltaf svo leiðinleg og frek.  Núna er geitungurinn í eldhúsinu og suðar þar í kringum hunang og appelsínur.  Vonandi flögrar hann suðandi út um gluggann og beint í netið hjá risastórri kónguló sem þar bíður eftr honum í sterku neti sínu.

En nú set ég inn mynd og fer aftur að MÁLA með akrýlnum.