Spáð og spekulerað í jólin m.a.


Já, það fer að styttast í þau og mikið er ég fegin,  Að jólin komi og fari með öllu sínu brambolti og veseni, góðum mat og kertaljósum,einni og einni smágjöf og allir í jólaskapi.  

Nú er nýbúið að birta úrslitin í kosningunni um fegursta orðið sem til er á íslenskri tungu. og það var orðið ljósmóðir sem fékk flest atkvæði.Ekki treysti ég mér til að ákveða hvað mér þætti fegurst orða, ég er of mikill vingull til þess.  Mér datt alltaf í hug orðið bali þegar ég velti fyrir mér hvaða orð mér þætti fegurst.  Og það gengur ekki að stinga uppá svoleiðis orði sem þýðir annaðhvort þvottabali eða grasbali sem fegursta orðinu.

Og hvaða skýringu hefði verið hægt að láta fylgja með svona orði.  Kannski þessa:  Það er hægt að baða sig í bala eða á bala. 

Það gæti líka verið heppilegt sem mantra…baaalih…baaalih…

Nú er ég farin að bulla einhverja vitleysu og ætti að sleppa frekari hugleiðingum um orðið bali.

Baggalútur er lika skemmtilegt orð og undarlegt ,en kannski ekki svo fallegt frekar en balinn.

Það er einn kall sem baðar sig í bala

Baggalútur Guðmundsson á Hala

Sem jafnan fyrir jól

jarmar úti á hól.

Hann dreymir um að debútera á Scala.ImageS

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s