Hvað er í matinn í dag?


Það er alltaf einkennilegt mataræði hérna heima hjá mér, og það fer eftir kenjum kokksins, sem er yfirleitt og oftast ég undirrituð.
Núna hafa staðið yfir brauðlausir dagar um skeið. (Eða brauðlausir að mestu) Hrökkbrauð er sæmilegt og kannski þrumari af og til.
Þetta er af þeirri ástæðu að hvítt hveiti er ku ekki vera gott fyrir þá sem vilja endurheimta línurnar. Eða halda að þeir geti það. Og missa kúlumagann til að fá kannski kúlurassinn í staðinn! Það er líka eftirsóknarvert.

En það er fleira sem kemur til álita í þessu dæmi öllu þ.e. að reyna að hugsa um hvað maður er að láta ofan í sig. Sannast sagna er allt sem heitir unnar matvörur komið í algjöra ónáð hjá þessum kokki, og þótt ég hafi oft velt því fyrir mér hvaða gæðum er hægt að búast við í mat sem búið er að hylja með þykku lagi af raspi eða drekkja í marineringu svo ekki sé nú minnst á spurninguna um hvað er eiginlega í þessu ógeðfellda kjötfarsi,og pulsum, þá tók nú steininn úr þegar iðnaðarsaltsmálið fræga kom upp úr kafinu fyrir ekki svo löngu síðan. Samt kemur fyrir að ég fái mér pulsu! En ekki oft og allsekki kjötbollur úr bleika drullukennda kjötfarsinu.

Er þetta þá ekki sultarlíf sem við lifum miðað við þessar útilokanir á „góðum“ og ódýrum íslenskum mat?

Nei er svarið við því við lifum ágætis lífi á meiru af grænmeti og ávöxtum og minna af kjöti og fiski, Brauð í miklu minna mæli en áður. Enda er brauð svo dýrt að það verður að vera gott til að mann langi að hesthúsa það í miklu magni. Og það er afar sjaldan gott brauð að hafa í bakaríunum og lágvöruverðsbúðunum. Það er nú mín skoðun! Hrökkbrauð er ekki heldur mjög bragðgott yfirleitt, einhvert sérkennilegt gamalt bragð af því oft. Rúgbrauð er skást og flatkökur.

En ekki er nú allt neikvætt í matarmálunum! T.d. er núna komið þetta bragðljúfa íslenska hvítkál sem er himnesk fæðða, nýuppteknar kartöflur og gulrætur.

Nú er þetta farið að hljóma eins og auglýsing fyrir íslenska garðyrkjubændur, og þeir eru líka að standa sig vel

Fiskur ætti líka að vera miklu ódýrari heldur hann er. Útvegsmannamafían er að fá alltof mikið í vasann og virðist vera með algjöra einokun á verðlagningu og sölu á fiski, sama er með bensínmafíuna.
3040401477_3aa6fdcff5_ogrunnsjávarfiskar

Færðu inn athugasemd