Greinasafn | júlí 2015

Er ég virkilega að byrja á þessu bloggi mínu aftur? :)


Já virkilega, þetta er að eiga sér stað.

Í dag er ég glöð í sinni vegna þess að ég er komin með vinnuaðstöðu í Samsteypunni sem er í húsakynnumSementsverksmiðjunnar hér á Akranesi.

Við vorum í flutningum allan daginn í gær og litirnir mínir,  áhöldin , nýstrekktu strigarnir og trönurnar eru komin í mitt horn.

Ég hef hugsað mér að fara í dag og koma þessu betur fyrir og snurfusa aðeins.

Svo er markaður hér í bæ sem hefst um hádegi og þangað þykist ég eiga erindi líka.

En ég vildi bara láta ykkur vita um vinnuaðstöðuna mína og svoleiðis.

Velkomin í heimsókn. Lesa meira