Nýtt blogg um daginn í dag


Nei halló, haldiði ekki að ég hafi rekist inn á þetta  blogg mitt alveg óvart.
Svo nú verð ég að skrifa eitthvað.
Í dag er þessi óveðursdagur sem ég valdi til þess að bjóða systkinum mínum í mat, og óveðrið kom í veg fyrir það.
Þannig að þau sátu bara heima hjá sér,  og ég heima hjá mér eðlilega.
Löggan búin að loka veginum á Kjalarnesi og austur fyrir fjall, já bara lokaðir vegir útum allt.
En núna er veðrið að ganga niður hérna á uðvesturhorninu og Kjalarnesið er opnað  á ný.

Í morgun var ég að passa Lísu kisu á meðan sambýlisfólkið hennar skrapp í vinnuna.
Lísa kisa gekkst undir aðgerð í fyrradag og voru fjarlægð 2 krabbameinsæxli af bumbunni á henni.
Hún var ekki mjög hress greyið, lá allan tímann og hreyfði sig ekkert úr rúminu snerti ekki einusinni harðfisk sem ég bauð henni.
Ég lá svo í leisíboj stól inni í stofu og horfði á mynd  í sjónvarpinu, og gæddi mér á rjómabollum.  Tveim stórum með miklum rjóma.
Og myndin fjallaði auðvitað um matreiðslu einhverra listakokka.  Og á meðan sótti veðrið í sig veðrið!!
Athyglisverðustu réttirnir hjá kokkunum og þeir sem ég myndi velja af fína matseðlinum þeirra voru:    Í forrétt hefði ég kosið Parmesan ostaturn vegna þess hvað hann var verulega flottur  að sjá.      Í aðalrétt valdi ég mér smartan pastarétt  og eftirmaturinn var Sítrónupæ með crusty skorpu.    Svo hefði ég kosið að snæða þetta á litlu veitingahúsi í itlum bæ á Ítalíu  við strönd Gardavatnsins,  og hafa hæfilega golu, smá sólskin og svona 20°C  ekki svo mikið meira.
Svona voru draumórarnir hjá mér í villta veðrinu….En ekki veit ég hvað kisa lét sig dreyma um…En hún lá og svaf svo henni leið vel eins og mér.

Annars er best að fara að demba sér í dúninn.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s