Greinasafn | janúar 2013

Ekki orð um Icesafe


Svei mér þá ég er að verða bloggóð og nú er ég byrjuð að blogga eina ferðina enn.

Kannski ég bloggi mataruppskrift í þetta sinn!!

Vegna þess að ég fjárfesti í rosafínni pönnu í Ikea um daginn og hún er eitthvað svo matreiðsluvæn og sérstaklega gaman að setja hana bara á eldavélina og láta svo allskonar á þessa einu pönnu…og vúps, alltíeinu er kvöldmaturinn tilbúinn eins og hendi væri veifað.

Og í kvöld setti ég eftirfarandi á pönnuna, af því að það var til í ísskápnum: Fyrst af öllu ólífuolía annað smávegis af smjöri, því næst 1 gulrót í smagfulde bidder, slatti af forsoðnum kartöflum og einnig slatti af sætri kartöflu,kryddaði þetta með túrmerik, hvítum pipar, chayenne pipar, og sjavarsalti ( í hófi )Lét þetta nú mallast og brúnast smástund.

Nú setti ég Blómkáls og Brokkálsstilkana og saxaði yfir eitt hvítlauksrif og áfram var mallað. Þegar hér var komið sögu náði ég mér í beikon af vistvænum grísum sem ræktaðir eru á Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarstrandahrepp og þetta beikon er svo undur ljúffengt. 4 sneiðar sem ég hafði skorið í litla bita fuku út á pönnuna ásamt því sem eftir var af blómkálinu og Brokkálinu.

Nú var þetta orðið svona al dente tæplega og brokkálið ennþá vænt og grænt. Svo ekki var eftir neinu að bíða að skella þessu í ofninn rétt á meðan ég lagði á borð og hellti vatni í glös. Svo spældi ég egg til að hafa með þessu. Og við kláruðum allan matinn okkar með bestu lyst. Þetta er nú svona hvunndagsmatur og mest grænmeti ef frá er skilið beikonið og eggið, en smakkaðist vel og var myndrænt þó svo að ég nennti ekki að taka mynd af þessu, enda hafði ég ekkert hugsð mér að blogga um þennan kvöldmat.

Um helgina var okkur boðið í mat og þar var alveg æðislega góður forréttur. Humar smjörsteiktur með hvítlauksbrauði og unaðslegri sósu sem kokkurinn komponeraði á staðnum. Þetta var svo vel heppnuð matreiðsla að ég stundi hvað eftir annað af einskærri matarnautn og sælu á meðan ég var að borða. Ég vona að Hafdís dóttir mín muni eftir hvað hún notaði í sósuna, svo þetta megi endurtaka.

Nú er ég 004við fjallavötninfagurbláfarin að mæta betur á vinnustofuna mína og það er að renna upp fyrir mér að það væri snjallt að taka með sér eitthvað matarkyns að narta í milli tilþrifanna við trönurnar´. Einnig 2-3 masonit plötur ef eg ætla að mála með vatnslitum.

Þessi færsla var birt þann janúar 29, 2013. 2 Ummæli

Snjórinn hvíti og bjarti


Hann er kominn og lýsir upp veröldina, snjórinn vinur Þorrans og Góunnar. Sem við eigum eftir að þreyja áður en yfir lýkur þessum vetri.

Við systkinin ásamt mökum héldum okkar Þorrablót í gær.

Þar kom hver með sinn uppáhaldsþorramat og fengum svo rófu og kartöflustöppu ásamt heimabökuðu rúgbrauði og brennivínsstaupi ( sem ég kom mér hjá að drekka!) hjá gestgjöfunum Hafdísi og Guðmundi.

Þetta fór hið besta fram hjá okkur og voru öll mál málanna rædd af miklu kappi og mörg þeirra krufin til mergjar á meðan við röðuðum í okkur Þorramatnum.

Uppáhalds þorramaturinn minn er góður harðfiskur með smjöri.

Vinnustofan mín ( og okkar Helgu ) er komin í nokkra notkun og aðeins farin að tilkeyrast. Það fylgja nokkrar myndir með þessu bloggi tileinkaðar lífinu í henni.

Ég verð með á sýningu Félags frístundamálara í Víkinni sjóminjasafni í núna í febrúar og er búin að láta ramma inn vatnslitamynd til að setja á sýninguna.

Við vorum sæmilega ánægð með þá mynd innrammarinn minn og ég. 🙂

Svo er bara að sjá hvernig hún stendur sig á sýningunni.

IMG_6199IMG_6200

Er völlur grær og vetur flýr….


Er völlur grær og vetur flýr.... Þá er ég vöknuð aftur til lífsins, eftir langvarandi slen og mæðu, sem eitthvað tengist ofáti á blóðþrýstingslækkandi lyfjum sem virkuðu svo rækilega að ég var var aldrei í stuði til að lifa, vildi bara sitja með hendur í skauti, eða sofa.

Nú er vika síðan ég hætti að innbyrða mestanpart af þessum lyfjum og það er eina og við manninn mælt að nú er lífið svo miklu bjartara og betra.

Á þessu nýbyrjaða ári ákvað ég að taka á leigu vinnustofu með annari konu og hugsaði gott til skapandi stunda í minni eigin vinnustofu!

Skemmst er frá því að segja að vegna þessa slappleika útaf lyfjaofáti hef ég nánast ekki verið þar nema í mýflugumynd.

En nú verður hæg breyting í rétta átt og meiningin er að fylla þarna allt af þessum flottu málverkum og myndum eftir mig.

Í gær fjárfesti ég í einni rándýrri túbu af olíulit „Old Holland Bright Violet“ og fyrst um sinn verður allt kannski dáldið mikið bright violet svona meðan túban endist.

Einnig keypti ég óguðlega dýran striga til að mála á, og þarf að strekkja þann striga á blindramma í dag. 🙂

Þessi færsla var birt þann janúar 22, 2013. 4 Ummæli