Greinasafn merkja | hvítur

Snjórinn hvíti og bjarti


Hann er kominn og lýsir upp veröldina, snjórinn vinur Þorrans og Góunnar. Sem við eigum eftir að þreyja áður en yfir lýkur þessum vetri.

Við systkinin ásamt mökum héldum okkar Þorrablót í gær.

Þar kom hver með sinn uppáhaldsþorramat og fengum svo rófu og kartöflustöppu ásamt heimabökuðu rúgbrauði og brennivínsstaupi ( sem ég kom mér hjá að drekka!) hjá gestgjöfunum Hafdísi og Guðmundi.

Þetta fór hið besta fram hjá okkur og voru öll mál málanna rædd af miklu kappi og mörg þeirra krufin til mergjar á meðan við röðuðum í okkur Þorramatnum.

Uppáhalds þorramaturinn minn er góður harðfiskur með smjöri.

Vinnustofan mín ( og okkar Helgu ) er komin í nokkra notkun og aðeins farin að tilkeyrast. Það fylgja nokkrar myndir með þessu bloggi tileinkaðar lífinu í henni.

Ég verð með á sýningu Félags frístundamálara í Víkinni sjóminjasafni í núna í febrúar og er búin að láta ramma inn vatnslitamynd til að setja á sýninguna.

Við vorum sæmilega ánægð með þá mynd innrammarinn minn og ég. 🙂

Svo er bara að sjá hvernig hún stendur sig á sýningunni.

IMG_6199IMG_6200