Greinasafn | febrúar 2013

Vor hinsti dagur


Landslag á einhverri jörð

Hvað nú ef við fengjum þær fréttir í gegnum hinn „óskeikula“ fjölmiðil allra landsmanna sem kallaður er RUV, ( Og samsvarandi óskeikula og sannleiksdýrkandi fjölmiðla veraldar ) að rétt fyrir miðnætti muni jörðin sem við stöndum á splundrast í þúsund ,milljón, skriljón tætlur af völdum stórkostlegs geimsteins sem stefnir á okkur núna og muni ekki hvika frá þeirri braut?

Hvað myndum við gera þennan hinsta dag okkar allra sem á jörðinni lifum?

Myndum við drífa okkur í að leggja niður vopn svo allir jarðarbúar mættu eiga friðsælt ævikvöld við kertaljós og andlega iðkun í faðmi fjölskyldunnar að undirbúa okkur fyrir umskiftin um miðnætti, Þegar við munum upplifa eilíft myrkur, eða sjá aðra veröld ljóma.

Mundum við halda áfram gamla þrasinu um hvað tilveran sé erfið og allt svo andstætt okkur, og kannski flýta kosningunum til að missa ekki af því að kjósa okkar guði til valda yfir okkur!!

Myndum við muna eftir því hvað rigningin er góð og fara út að upplifa.

Myndum við undirbúa síðustu kvöldmáltíðina með þeim sem við elskum allra mest og þakka þeim fyrir lífið sem við höfum átt með þeim. Gleðina og sorgirnar sem við höfum deilt.

Kannski myndum við leggjast undir sæng og breiða uppfyrir haus og bíða eftir endalokunum vanmáttug af skelfingu.

Hamast við að senda öllum fésbókar vinum djúphugsaðar hinstu kveðjur!

Detta í eyðslufyllirí eða venjulegt fyllirí.

Svo sannarlega veit ég hvernig ég myndi bregðast við svona fréttum. Að alltíeinu ætti ég bara fáeina klukkutíma ólifaða.

Í trausti lengra lífs en til miðnættis fæ ég mér kaffi og kringlu.

Regn


???????????????????????????????

Regnið bylur á glugganum og himininn er kólgugrár og þunglyndislegur, ég er samt furðulega létt í sinni og veit einmitt að öll él (rigningu) birtir upp um síðir og bla..bla..bla.

Tinna ömmustelpa er mætt í heimsókn og þar með er tilveran undireins orðin litríkari og líka hávaðasamari. Hún er að horfa á Tomma og Jenna í sjónvarpinu, þeir eru sko hávaðasamir.

Tinna og afi eru inni í stofu og eru farin að púsla og gæða sér á harðfisk þau horfa svo á sjóvarpið með öðru auganu.

Þetta blogg er matarblogg öðrum þræði vegna þess að því fylgir vatnslitamynd af suðrænum heilsubætandi ávöxtum á diski.

Þessa mynd málaði ég á afar þykkan og grófan vatnslitapappír sem ég veit ekkert um hvernig komst í mína eigu, ég hef ekki málað fleiri myndir á þennan pappír, og virðist sem ég hafi aðeins eignast þessa einu örk.

Pointið í þessari mynd er að sjálfsögðu það að minna á hollu ávextina sem ekkert þarf að elda bara bíta í og borða 🙂

En nú er mr. beam að byrja og ég ætla að fara að horfa.

Málverk og matur


feb4

1 Vote

Nú er komið að nýjum bloggtíma.

Og verður þá bloggað um málverk sem ég er að vinna í. Og lífið á vinnustofu meistaranna.

Með þessu bloggi birtist ein mynd sem ég er að vinna í Þetta er mynd sem hefur legið hjá mér lengi ófullgerð, en núna hef ég málað þó nokkuð í henni og á eftir að mála eitthvað meira, en hvað ég geri er ekki alveg ákveðið ennþá….ég á eftir að stara smávegis.

Fleiri myndir er ég með í takinu. Allt myndir málaðar með olíulitum. Vatnslitirnir mínir hafa ekki fengið far með mér þegar ég fer á vinnustofuna og ég sakna þeirra svolítið.

Glíman við vatnslitina er mitt eftirlætis viðfangsefni ennþá. En þeir eru semsagt í fríi frá mér og ég frá þeim.

Þegar ég er að mála svona þá er ég ekkert að hugsa um matargerð og nenni ekki að vera að matreiða neitt skemmtilegt. Í kvöld var Hvítbaunabuff frá Grími kokki hér á borðum og smakkaðist bara vel. Kannski verður saltkjöt og baunir á morgun! Sem ég elda ekki.

Á morgun þarf ég líka að skila inn myndinni sem verður á sýningunni í sjóminjasafninu Víkinni. Þar var mér úthlutað plássi fyrir 80x80cm. stóra mynd en nýti ekki allt það pláss.lítil systkini