Er völlur grær og vetur flýr….


Er völlur grær og vetur flýr.... Þá er ég vöknuð aftur til lífsins, eftir langvarandi slen og mæðu, sem eitthvað tengist ofáti á blóðþrýstingslækkandi lyfjum sem virkuðu svo rækilega að ég var var aldrei í stuði til að lifa, vildi bara sitja með hendur í skauti, eða sofa.

Nú er vika síðan ég hætti að innbyrða mestanpart af þessum lyfjum og það er eina og við manninn mælt að nú er lífið svo miklu bjartara og betra.

Á þessu nýbyrjaða ári ákvað ég að taka á leigu vinnustofu með annari konu og hugsaði gott til skapandi stunda í minni eigin vinnustofu!

Skemmst er frá því að segja að vegna þessa slappleika útaf lyfjaofáti hef ég nánast ekki verið þar nema í mýflugumynd.

En nú verður hæg breyting í rétta átt og meiningin er að fylla þarna allt af þessum flottu málverkum og myndum eftir mig.

Í gær fjárfesti ég í einni rándýrri túbu af olíulit „Old Holland Bright Violet“ og fyrst um sinn verður allt kannski dáldið mikið bright violet svona meðan túban endist.

Einnig keypti ég óguðlega dýran striga til að mála á, og þarf að strekkja þann striga á blindramma í dag. 🙂

Þessi færsla var birt þann janúar 22, 2013. Vista bókamerki fyrir vefslóð. 4 Ummæli

4 hugrenningar um “Er völlur grær og vetur flýr….

  1. Gott að fá að fylgjast með listsköpun þinni Hef alltaf verið dyggur aðdáandi, eins og þú veist Vona að þér heilsist vel með hækkandi sól og birtu!!

  2. Takk elsku Helga mín fyrir fallegu orðin þín alltaf. Ég er nú líka dyggur aðdáandi þinn fyrir svo ótal hlluti! Og heilsan ákvað að standa með mér ég er bara stálslegin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s