Greinasafn merkja | vinnustofa

Í fréttum af vinnustofunni er þetta helst


IMG_6364

Takmarkið hjá mér er að mála fullt af nýjum myndum og birti ég hér part ( ca. 1/5 ) af einni pínulítilli mynd sem ég hef lokið við!

Það eru reyndar fleiri og stærri myndir fullgerðar hjá mér. Og stefnan er svo að bjóða fólki í heimsókn til að skoða.

Það er einhvern veginn þannig að ég er búin að mála svo margar miniature myndir í vatnslit að ég er treg til að vera að mála á mjög stóra fleka.

En þetta eru nú ekki allt smámyndir samt.

Skæri fjólublái liturinn sem ég keypti mér um það leyti sem ég hófst handa við að mála í vinnustofunni minni nýju er ennþá í miklu uppáhaldi hjá mér og ég blanda honum saman við aðra liti æði oft. Þetta er alveg yndislegur litur og fullkominn ánægja sem fylgir því að kreista hann úr túpunni.

En ég hef bætt fleiri nýjum litum inní litaflóruna hjá mér og er sérstaklega hrifin af einum þeirra,

Bæði fjólubláa litinn og 2 af þessum nýju má sjá í myndinni sem fylgir þessu bloggi.

Eftir miklar vangaveltur um það hvað ég eigi að vera að skrifa um hér á blogginu, þá ég er komin að þeirri niðurstöðu að skrifa voðalega sjaldan og hafa þetta svona myndlistarblogg.

Ég er hvort sem er svo sjálfhverf í eðli mínu.

Snjórinn hvíti og bjarti


Hann er kominn og lýsir upp veröldina, snjórinn vinur Þorrans og Góunnar. Sem við eigum eftir að þreyja áður en yfir lýkur þessum vetri.

Við systkinin ásamt mökum héldum okkar Þorrablót í gær.

Þar kom hver með sinn uppáhaldsþorramat og fengum svo rófu og kartöflustöppu ásamt heimabökuðu rúgbrauði og brennivínsstaupi ( sem ég kom mér hjá að drekka!) hjá gestgjöfunum Hafdísi og Guðmundi.

Þetta fór hið besta fram hjá okkur og voru öll mál málanna rædd af miklu kappi og mörg þeirra krufin til mergjar á meðan við röðuðum í okkur Þorramatnum.

Uppáhalds þorramaturinn minn er góður harðfiskur með smjöri.

Vinnustofan mín ( og okkar Helgu ) er komin í nokkra notkun og aðeins farin að tilkeyrast. Það fylgja nokkrar myndir með þessu bloggi tileinkaðar lífinu í henni.

Ég verð með á sýningu Félags frístundamálara í Víkinni sjóminjasafni í núna í febrúar og er búin að láta ramma inn vatnslitamynd til að setja á sýninguna.

Við vorum sæmilega ánægð með þá mynd innrammarinn minn og ég. 🙂

Svo er bara að sjá hvernig hún stendur sig á sýningunni.

IMG_6199IMG_6200