Greinasafn merkja | skríll

Vangavelta5 um þingsetninguna.


Þá er alþingi komið saman.  Eggjum og drasli var ekki kastað að þingmönnum að þessu sinni sem betur fer. Í fyrra rann manni kalt vatn milli skinns og hörunds við að fylgjast með þegar skrílslætin voru á Austurvelli og draslinu rigndi yfir þingmenn þegar þau voru að fara úr Dómkirkjunni yfir í Alþingishúsið.
Í ár rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds við að hlusta á boðskapinn í ræðunni sem Ólafur forseti flutti.  Þar sem hann hótaði að skipta sér af störfum Alþingis í auknum mæli, ef þau væru ekki að hans skapi!   Ólafur góði á Bessastöðum ætlar að bjarga okkur „þjóðinni“ frá vondu þingmönnunum sem við kusum yfir okkur.   Hann sagðist hafa skynjað eitthvað í samtölum sínum við „þjóðina.“   Það virðist vera að myndast djúp gjá á milli þingsins og forseta landsins.   Mér fannst ræðan sem Ragnheiður Ásta forseti Alþingis flutti vera miklu betri en ræða Ólafs forseta Íslands.   Og sjalið sem hún var með vera agalega sætt.
Að lokum ein lítil mynd af fjalldalafífli!.