Here I go again! Og velti vöngum.


Halló Here I go again!  Og reyni að skrifa eitthvað áhugavert.  Og finna út hvernig þetta virkar raunverulega.

En svo er líka að ég er bara að þessu fyrir sjálfa mig og þessi skrif mega auðvitað bera þess merki.

Í gær var ég að hugsa um matarmenninguna í sveitum landsins og bera saman við hvernig matarmenningin var í sjávarþorpinu sem ég ólst upp í.

Í barnæsku minni finnst mér að hafi  eiginlega alltaf verið fiskur í matinn heima hjá mér.  Fisktegundirnar voru: Þorskur og Ýsa auðvitað en einnig Lúða , Steinbítur, Rauðmagi og Grásleppa, Skata, Rauðspretta, Síld, Lax og Silungur.  Og grautur á eftir…allskonar grautur eða skyr.    Á sunnudögum var svo steikt læri eða kótilettur í raspi og eplagrautur eða sveskjugrautur með rjómablandi útá.

Alltaf var aðalmáltíðin í hádeginu.  Og við krakkarnir sátum nokkuð stillt og prúð, snæddum algjöran sælkeramat meðan útvarpsfréttirnar  voru þrumaðar yfir okkur.    Þar sem mér finnst að aðalfréttirnar hafi verið aflafréttir togaranna,  hvað þeir seldu mikið í Bremer..Cuxhaven Hull og út um allt bara…. og lestur veðurfrétta sem manni fannst aldrei ætla að taka enda.

Og svo glumdi yfir manni úr útvarpinu:  “ Haaaamraaaborrrginnh rís há og fööghurr….Og mennirr á ástir og álfasögurrh“……

Eða þetta hér: “ Í vor kom ég sunnan með sólskin í hjarta… Hún seiddi mig dýrðin á landinu bjarta“….Þetta er söngur villiandarinnar, svo sorglegur að mér lá við gráti þegar ég hlustaði á hann:    „En dag nokkurn glumdi við gjallandi seiður….það glampaði eldur…. ég flúði mitt hreiður….og bóndi minn dó….þá var brostin mín ró…..  Ó, flýið þið börn mín ….til framandi landa… með fögnuði leitið þið öruggra stranda…..Svo hvarf hún mér sýn….ljúfust hamingjan mín.“   Og rödd söngvarans titraði af .sorg eins og hjarta mitt….

I denn var dramað heimatilbúið hvern einasta dag.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s