Greinasafn merkja | haust

Haustið er yfir mér


Hef ekki kraft í mér til neins nema líða um í einhverjum  líkamlegum og sálrænum haustdofa.

Ekki bætir úr skák þegar mér verður hugsað til þess hvað vorið er órafjarri núna.  Það krumpar í mér sálina.

Bókin sem ég er að lesa liggur bara hér og hvar og allstaðar og ég sem á bara eftir fáeinar blaðsíður ólesnar hef svoleiðis gjörsamlega misst áhugann á henni að ég veit að ég mun aldrei klára þessar fáeinu blaðsíður af Gamlingjanum.   Hann er orðinn gjörsamlega óáhugaverður í mínum huga sem og allir hans fylgifiskar.

Einhver hópur bara af óspennandi karakterum,  körlum á öllum aldri sem eru að klúðra öllu sem þeir koma nálægt.   Eina áhugaverða persónan að mínu mati er fíllinn Sonja.  En það er lítið sagt frá henni annað en maður veit að hún er þarna til staðar og háð þessari grúppu hvað varðar mat og húsaskjól.

Ég vil láta skrifa sögu fílsins Sonju.

Framan af hafði ég samt gaman af þessari sögu og því sem á daga þessara kalla dreif.  En núna finnst mér einhvernveginn botninn vera dottinn úr sögunni.

Prjónaáhuginn sem ég hafði verið svo uppfull af er að fjara út án þess að ég fái nokkuð við það ráðið.

Þetta er auðvitað þunglyndislegt hjal hjá mér,  en svona líður mér þennan morgun.

Næsti pistill verður vonandi bjartari. 🙂

Myndin mín á sýningunni niðrí ráðhúsi er þar með öllum hinum myndunum og gerir það gott eða slæmt eftir atvikum.  Hún er nú á eigin vegum greyið.

Ég er farin að hugsa um næstu mynd.

Steikt lifurSteikt lifur með steiktum lauk í miklu magni er algerlega uppáhaldsmaturinn minn á haustin, þegar hægt er að fá nýja lifur sem ekki hefur verið fryst.
Um leið og búið er að frysta lifur er hún að mínu áliti óhæf í rétt haustsins,.sem er: Steikt lifur með lauk.   Fáein grundvallaratriði er nauðsynlegt að hafa í heiðri við matreiðslu á þessum gourmet rétti.
Í fyrsta lagi að ofelda ekki lifrina.   Hún á að vera snöggsteikt í litlum bitum eða þunnum sneiðum, örlítið bleik hið innra,til að njóta sín til fulls.
Það er rétt að skera vel frá allar æðar sem eru í henni, og sömuleiðis fletta himnunni utan af. En til þess er fínt að láta hana liggja í salt og ediksvatni nokkra tíma.
Svo finnst mér ómissandi að krydda með blóðbergi/ timian salt og hvítum pipar.   Sömuleiðis er mikið magn af lauk steikt og ekki sett útí sósuna, sem þarf að vera rjómasósa.
Þegar þessum atriðum er fylgt, þá er minn eftirlætishaustmatur vel á veg kominn.
Svo er spurningin um kartöflumús eða ekki,rabbabarasultu eða ekki,og allskonar krydd annað en blóðberg/timian salt og pipar byggð á kenjum kokksins hverju sinni.
Eitt er það sem er að bætast á listann hjá mér yfir grundvallarskilyrði fyrir vel heppnaðri steiktri lambalifur og það er að setja hunang út á laukinn u.þ.b. sem hann er að verða nægilega hægsteiktur.

Hversvegna er ég nú að skrifa þetta?    Jú,  þennan mat ætla ég að elda í kvöld:)

Vangavelta2


Ég var búin að skrifa heimikla speki fyrr í morgun en klaufaðist til að týna því öllu í tómið þagar ég fór að reyna að setja inn mynd líka.
Ekki nenni ég að reyna að endurtaka þessi fleygu orð sem eru því að eilífu horfin í bláinn. En það verður gerð önnur tilraun með myndbirtinguna.  Mynd af árangri í sultugerð og hausthátíð húsamúsanna.Jesusss!  Þetta tókst.  Að setja inn  mynd á bloggið mitt.  Það var ekki mikið mál þegar …..