Greinasafn merkja | þjáning

Kvæði um sorg og þjáningu.


Pistill dagsins er um draum sem mig dreymdi í nótt og ég orti svo kvæði um þennan skrýtna draum sem varð enn skrýtnari við það.

Kannski á þetta ekki lengur mikið skylt við drauminn.

 

Sem kliður í hörpu

eða hljómþýð lind

var grátur þinn

í nótt.

 

Og ég hélt þér í fangi mér

leitaði skjóls

undan skuggunum gráu.

á örfoka tindi fjallsins.

 

Og sorgin átti samleið með okkur.