Greinasafn merkja | Reykjavík

Jón Gnarr, Davíð og Halldór


Mikið finnst mér yndislegt að frétta það að Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur skuli lýsa yfir vilja til að gera Reykjavík að herlausri borg með því að banna alla umferð hernaðarfarartækja  í lofti, láði og legi, við Reykjavík.

Auk þess lýsir hann því yfir að við eigum að ganga úr hernaðarbandalaginu Nato,  sem við hefðum aldrei átt að ganga í.

Hann fær enn einn stóran plús í kladdann hjá mér fyrir þetta.  Og hefur hann fengið þá allnokkra hjá  mér þann tíma sem hann hefur verið borgarstjóri Reykjavíkur.

Ólíkt höfðust tveir svokallaðir ráðamenn þjóðarinnar  þeir Davíð Oddson Og Halldór Ásgrímsson að fyrir um það bil áratug síðan, vorið 2003 .

Þá ákváðu þeir tveir án alls samráðs við þing eða þjóð að setja okkur á lista bandalags hinna  viljugu þjóða um hernaðarinnrásina í Írak.

Það var skelfilegur gjörningur og svívirðilegur af herlausri þjóð.

Og margir munu sennilega aldrei gleyma því hvernig þeim varð innanbrjósts við fréttirnar af því.

Jón Gnarr vex sífellt í mínum huga af verkum sínum.

Davíð og Halldór fara sífellt minnkandi.