Greinasafn merkja | la Ikea

Bókaþankar og rabb um myndina mína sem fer á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku.


Krókloppin sit ég hér við tölvuna mína og blogga, þó ætti ég fremur að fara í rúmið og halla mér með bókina sem ég er að lesa núna.

Það er bókin um gamlingjann sem skreið út um gluggann á elliheimilinu rétt í þann mund að halda átti honum 100 ára afmælisveislu.

Það drífur margt á daga þessa gamlingja eftir að hann „hoppaði“ út um gluggann og maður hefur ekki við að fylgjast með hvernig honum reiðir af á flóttanum af elliheimilinu.    Og les æfisöguna hans svona á milli kaflanna.

Sú saga er ekki síður skrautleg og lygileg,  og ég skemmti mér konunglega við lesturinn.   Hann minnir mig oft á góða dátann Sveijk satt að segja.

Bókin liggur á náttborðinu mínu og ég nennekki  að gá hver höfundurinn er.  En ég gúglaði hann og nafnið er Jonas Jonasson sænskur virist mér,  þetta er fyrsta bók hans.  Og þesssi bók varð ein helsta metsölubók síðari ára eins og stendur þar

Úps nú er hálfa stilnoct svefntaflan fari að virka á mig svo ég fer að detta út og ofaná skrifborðið fína sem er a la Ikea.  Hannað af einhverjum snillingnum þeirra.  Það tók bara smárifrildi og þras að koma þessu borði saman.   Enda sáraeinfalt.

Ég lauk við myndina mína sem á að fara á sýninguna í ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku,sæmilega sátt.  Auðvitað stóð til að myndin yrði fullkomin!

En hún varð það bara ekki.

En nú hef ég sagt stop við hana og óska henni velfarnaðar á sýningunni í næstu viku. Þar mun hún vera til sýnis ásamt u.þ.bþ 40 öðrum myndum okkar félaga í Félagi Frístundamálara

Ég mun svo koma af og til og halda í hornið á henni.