Greinasafn merkja | hendur

New post added…o.s.frv.


par

Var eldsnemma á fótum og skellti í nokkrar myndir í morgun!

Kannski ofurgrobb hjá mér, en hva…það er svo gaman að grobba ég væri nú ekki sannur íslendingur annars.

En smávegis skellti ég nú af lit á myndir sem eru í vinnslu hjá mér .

Meðfylgjandi er ein sem ég er að bauka við og veit sossum ekkert hvað úr verður.

Þessi er mjög breytt í Corel Painter eins og hún birtist hér. Inní vinnustofu er hún miklu meira svona daufleg…. mestöll brún.

Þetta myndefni minnir mig á pabba minn…..Hann var hrifinn af þjóðsögum og æfintýrum, og það er einmitt sá tónn sem ég vildi slá.

Nú er ég komin heim aftur , búin að þvo terpentínuna af höndunum …og setja lambalæri í ofninn …þar skal það hægeldað að gömlum og góðum íslenskum sið til kl. 18.

Kvöldverðargestir ættu að vera búnir að skila sér í hús um sjöleytið í kvöld.

Ég hlakka til.