Greinasafn merkja | björg.

Gakk í björg og bú með oss….


Það er títt nefnt að slímsetum við tölvuna með tilheyrandi lestri á eiginlega öllum fjandanum, sé hægt að líkja við það að ganga í björg og búa með álfum og tapa auðvitað ráði og rænu, jafnvel lífinu sjálfu.

Ég les og læka í gríð og erg án þess að víla það fyrir mér.     Á fullt af vinum sem eru sífellt að brölta í bjarginu með mér  og tjá sig um alla skapaða hluti og  hafa mikla  skoðun á öllu milli himins og jarðar.      Kannski án mikillar yfirvegunar.      Frekar en ég.

Þetta er líka oft gaman.

Nú kemur myndin sem á að fylgja þessu bloggi og er  af “ einni álfamær, sem ekki er Kristi kær“

Þetta er partur af mynd sem ég er að verða búin að mála.