Málverk og matur


feb4

1 Vote

Nú er komið að nýjum bloggtíma.

Og verður þá bloggað um málverk sem ég er að vinna í. Og lífið á vinnustofu meistaranna.

Með þessu bloggi birtist ein mynd sem ég er að vinna í Þetta er mynd sem hefur legið hjá mér lengi ófullgerð, en núna hef ég málað þó nokkuð í henni og á eftir að mála eitthvað meira, en hvað ég geri er ekki alveg ákveðið ennþá….ég á eftir að stara smávegis.

Fleiri myndir er ég með í takinu. Allt myndir málaðar með olíulitum. Vatnslitirnir mínir hafa ekki fengið far með mér þegar ég fer á vinnustofuna og ég sakna þeirra svolítið.

Glíman við vatnslitina er mitt eftirlætis viðfangsefni ennþá. En þeir eru semsagt í fríi frá mér og ég frá þeim.

Þegar ég er að mála svona þá er ég ekkert að hugsa um matargerð og nenni ekki að vera að matreiða neitt skemmtilegt. Í kvöld var Hvítbaunabuff frá Grími kokki hér á borðum og smakkaðist bara vel. Kannski verður saltkjöt og baunir á morgun! Sem ég elda ekki.

Á morgun þarf ég líka að skila inn myndinni sem verður á sýningunni í sjóminjasafninu Víkinni. Þar var mér úthlutað plássi fyrir 80x80cm. stóra mynd en nýti ekki allt það pláss.lítil systkini

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s