001Ekki er það einleikið hvað mér tekst alltaf að klúðra hlutunum þegar ég er að þessu bloggi.  Pósta þessu út um víðan völl,  Og  gleymi helmingnum af því sem ég vildi sagt hafa (kannski sem betur fer!)

Ég get svo svarið það að þegar ég var að hlusta á málþófið á Alþingi núna fyrir fáeinum dögum, að þá var mér svo gersamlega allri lokið yfir þvælunni og bullinu sem málþófsmenn gátu látið út úr sér að ég lýsti því yfir að ég myndi aldrei kjósa fjórflokkinn framar,  og mun standa við það.

Það hefði átt að stoppa þennan fíflagang.   Mér skilst á forseti þingsins geti takmarkað ræðutíma þingmanna, þegar stefnir í svons vitleysu.

Þetta fólk hafði fæst nokkuð til málanna að leggja,  þau tuðuðu um einhverja óskiljanlega vitleysu úfin og þvoglumælt af vökum fram á nætur, og voru greinilega ekki að vinna af heilindum fyrir almenning  í landinu.

Ég var nú ekki að vaka yfir þessu en sá samt nóg.

Og segi nú bara eins og Silvía Nótt:  „Hvað á þetta eiginlega að þýða“

Nú en ekki ætla ég að tala meira um þetta,  heldur ætti ég að reyna að tala um eitthvað skemmtilegra en þá er það sama gamla sagan.  ég nenni ekki að skrifa meira eins og ég var í miklu stuði þegar ég byrjaði þennan pistil.

Ég fór að mála hestamyndir eða eiginlega skissa hesta svona eftir minni um daginn og setti nokkrar þannig skissur inn á fb.

Hestar þykja mér svo falleg dýr að ég hef ekki vogað mér að leggja mínar óverðugu lúkur í það að myndgera þá.  En eitthvað hefur breyst, nú er ég upptekin af því að skissa hesta, en nota nú til þess „verðugan“ pappír og alvöru módel!

Tvær af þessum myndum eru nú alveg ágætar og kemur alveg til greina að ramma þær inn.  Þ.e.as. ef það kostar ekki morð fjár.  En áður en til þess kemur vil ég ná einum góðum hesti eða svo til viðbótar.

Nóg um það!  Mér var gefið flott útvarp í dag. Það gerði eiginmaðurinn og var ég nokkuð ánægð með hann þá!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s