Afreksverk í eldhúsinu


Kláraði að mála eldhúsið í dag og var búin að því um eittleytið.  Eftir það þvoði ég gluggann og pússaði rúðurnar.  Hengdi svo upp rauðar jólagardínur og sitthvað fleira!  Já ég var bara í stuði og hefði getað málað miklu fleiri veggi ef það hefði bara verið til málning.

Reyndar er ég með smá harðsperrur í öxlunum,  nema þetta séu vaxtaverkir í vöðvunum.

Eftir þessa vinnu í dag  bjó ég til tveggja daga skammt af „my version“ af Ungversku gúllasi. það var  bara gott þó ég segi sjálf frá.

Svo nú er ég „búin að öllu“ í bili.

Seint verð ég talin snjöll í því að tjá mig á prenti,  ja eða svona yfirleitt, nema helst þá myndrænt.    Núna t.d.nenni ég eiginlega ekki að skrifa mikið meira.

En ein mynd fylgir hér eins og vanalega.  Þetta er mynd úr kokkabókinni minni sem var gefin út af Iceland Review fyrir um það bil 20 árum síðan.

Bókin gerði það bara gott og var ætluð á markað fyrir túristana  með uppskriftum af venjulegum hvunndagsmat eins og t.d. plokkfisk.    Og myndskreytt á hverri opnu af mér.    Bókin  var í sölu langt fram yfir aldamót, og kom út á ensku,þýsku og dönsku.

Enska útgáfan seldist best!

Þessi myndin hér að ofan sem fylgir þessu bloggi, er einmitt sú sem ég teiknaði sem myndskreytingu fyrir plokkfisk.

3 hugrenningar um “Afreksverk í eldhúsinu

  1. Bakvísun: Afreksverk í eldhúsinu | aslaugbenediktsdottir

  2. Já, jólin byrja í eldhúsinu, eg tek undir það!..´þar slær púlsinn á heimilinu´ segir sonur minn! ´þar gerast hlutirnir ´..heheh..gaman að sjá myndina af stráknum að veiða plokkfiskinn, heheh…það rifjast upp margar góðar minningar frá Laugaskjóli…við systurnar, manstu!
    Bókina góðu, fengu þeir af mínum vinum sem kunna ekki íslensku og var gerður góður rómur af henni, enda frábær í alla staði! ..alltaf gaman að heyra frá þér og sjá myndirnar og fylgjast með þannig, mikið væææri nú gaman að hittast!

  3. Já þau byrja alltaf í eldhúsinu og þarf ekki svo mikið til. Bara einar rauðar gardínur keyptar fyrir mörgum árum í Rúmfatalagernum! Vel á minnst…Laugaskjól. Þar var einmitt oft svo ljúf stemning um jólin. 🙂 Við að skreyta og heimabaka. Á þeim árum man ég eftir að mágkona mín og svili gáfu okkur alltaf Jólastjörnu sem ræktuð var í garðyrkjustöðinni þeirra. Þegar sú Stjarna kom í hús snemma á aðventunni þá fannst mér jólin vera komin heim til mín.
    Tek undir með þér að mikið væri nú gaman að hittast!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s