Jólaleg eplalykt


Satt að segja er ég að hugsa miklu meira um að blogga heldur en ég kem svo nokkurntíma í verk að skrifa.

Núna var ég tildæmis að hugsa heilmikið um það hvað allt er eitthvað jólalegt!   Og ástæðan er eiginlega sú að ég fékk mér eitt lítið epli  og eplalyktin kveikti á þessum hugrenningum.

Mér hefur líka oft dottið í hug undanfarið að byrja aftur að „leira“ og í dag fór ég svo í Glit og ætlaði að kaupa postulínsleir  (þó að ég eigi leir niðri í kjallara) en það er einhvernveginn ekki nógu hátíðleg byrjun!

En í versluninni Glit greip ég í tómt því hún átti ekki til þann leir sem ég vildi svo ég verð að bíða fram í næstu viku eftir honum.

Þannig að jólabollastellið verður að biða til næstu jóla.

Það er spennandi að fylgjast með Íslensku konunni sem er að hefja gönguna á Suðurpólinn þessa dagana ein síns liðs.  Vilborg heitir hún og segir daglega frá hvernig henni gengur á heimasíðunni sinni http://www.lifsspor.is.

Af einhverjum ástæðum hefur mér alltaf þótt óhemju spennandi að lesa um ferðir fólks á Suðurpólinn.  Kapphlaup þeirra Amundsen og Scott á Suðurpólinn les ég allt um sem ég get, ef það rekur á fjörur mínar.

Robert Scott fórst ásamt sínum mönnum eftir að hafa náð á pólinn mánuði seinna en Amundsen sem brunaði vel undirbúinn með hundaækin sína á Suðurpólinn fyrstur manna.

Scott klaufaðist hinsvegar með smáhesta og einhverskonar vélknúna snjósleða.  Og hestarnir áttu erfitt með snjóinn og kuldann og drápust einn eftir annan.  Sleðarnir voru bara draslImage.

Þann 14 desember 1911 stóð svo Roald Amundsen og hans menn á pólnum fyrstir manna.

Scott hinsvegar virtist ekki hafa hugsað ferðatihögunina nægilega vel og því fór sem fór og hans leiðangur fórst á heimleiðinni.

Og hvað er svona merkilegt við þennan punkt á hnettinum sem gengur undir nafninu Suðurpóllinn.  Sennilega ekkert en hvað mig varðar þá hafa landkönnuðir og sögur af þeim alltaf heillað mig, og mest Suðurpólsferðasögur.

Hugsanlega var ég læknirinn í leiðangri Scotts!  Í fyrra lífi alltsvo!

Vonandi gengur Vilborgu ferðin vel.  Og ég fylgist svo með henni daglega eins og eflaust fjöldi annara.

Að endingu ætlaði ég að setja eina myndskreytingu til að punta uppá þessi skrif og fann þessa fínu teikningu af ketti.  Þá virðist kötturinn sá ætla að taka upp þann dæmigerða kattasiðað leggjast á mitt blaðið.  Það verður bara svo að vera!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s