Nýtt líf í skápum og geymslum


Nú er komið að því.

Ég hef tekið alvarlega jólahreingerningarbakteríu með tilheyrandi flogaköstum sem lýsa sér í því að rífa allskonar dót út úr sínum rykugu og huggulegu skúmaskotum, með það  í huga að henda þessu „drasli“ og rýma þar með til með fyrir nýju drasli.

Mér hefur tekist að henda einhverju smávegis ein  sem ég skil ekki af hverju ég hef verið að kaupa og vanalega….furðað mig á af hverju ég keypti  þetta en notaði það aldrei en ætla samt að geyma það áfram ef ske kynni!

Og þurrkað rykið af mörgu sem mér hefur hlýnað um hjartaræturnar við að sjá aftur 🙂   Og pakkað því svo aftur inn aftur til að geyma áfram í einhverju skápaskúmaskotinu.

Mikið hef ég fundið af allskonar prjónagarni

Og ég skil ekki af hverju ég hef verið að kaupa þessi býsn af prjónagarni.

Einhversstaðar djúpt í hugskotinu blundar þessi þörf fyrir að prjóna flottar peysur eða hlý teppi !

Ja ja svona er þetta og nú bíða 2 fullir Bónuspokar af garni eftir að verða að einhverju hlýju fyrir veturinn.  Hehehe.:)

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s