Haustið er yfir mér


Hef ekki kraft í mér til neins nema líða um í einhverjum  líkamlegum og sálrænum haustdofa.

Ekki bætir úr skák þegar mér verður hugsað til þess hvað vorið er órafjarri núna.  Það krumpar í mér sálina.

Bókin sem ég er að lesa liggur bara hér og hvar og allstaðar og ég sem á bara eftir fáeinar blaðsíður ólesnar hef svoleiðis gjörsamlega misst áhugann á henni að ég veit að ég mun aldrei klára þessar fáeinu blaðsíður af Gamlingjanum.   Hann er orðinn gjörsamlega óáhugaverður í mínum huga sem og allir hans fylgifiskar.

Einhver hópur bara af óspennandi karakterum,  körlum á öllum aldri sem eru að klúðra öllu sem þeir koma nálægt.   Eina áhugaverða persónan að mínu mati er fíllinn Sonja.  En það er lítið sagt frá henni annað en maður veit að hún er þarna til staðar og háð þessari grúppu hvað varðar mat og húsaskjól.

Ég vil láta skrifa sögu fílsins Sonju.

Framan af hafði ég samt gaman af þessari sögu og því sem á daga þessara kalla dreif.  En núna finnst mér einhvernveginn botninn vera dottinn úr sögunni.

Prjónaáhuginn sem ég hafði verið svo uppfull af er að fjara út án þess að ég fái nokkuð við það ráðið.

Þetta er auðvitað þunglyndislegt hjal hjá mér,  en svona líður mér þennan morgun.

Næsti pistill verður vonandi bjartari. 🙂

Myndin mín á sýningunni niðrí ráðhúsi er þar með öllum hinum myndunum og gerir það gott eða slæmt eftir atvikum.  Hún er nú á eigin vegum greyið.

Ég er farin að hugsa um næstu mynd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s